Útgefið efni
Whole Foods vottun í höfn- stórt skref fyrir Háafell
Í rúm 2 ár hefur Háafell unnið eftir staðli Whole Foods stórmarkaðarins í Bandaríkjunum. Whole Foods hefur sett mjög strangar kröfur sem snúa að umhverfi og velferð ásamt skýrum viðmiðum í samsetningu fóðurs og næringarinnihaldi.
Fyrsta seiðaflutningi á Val lokið
Í gær lauk fyrsta seiðaflutningi á nýjum brunnbáti Háafells, Val ÍS og gekk flutningurinn vel.
Háafell tvöfaldar fjölda lasera frá Stingray
Nýlega gekk Háafell frá samningi við Stingray um tvöföldun á fjölda lasera sem Háafell hefur yfir að ráða sem fyrirbyggjandi aðgerð gegn laxalús á sjákvíaeldissvæðum sínum í Ísafjarðardjúpi.
Háafell kaupir brunnbát
Báturinn mun auka afkastagetu Háafells til seiðaflutninga, flutnings á sláturfiski og mögulegra lúsameðhöndlana með ferskvatni. Jafnframt gefast möguleikar á bættum smitvörnum með því að minnka áhættu á því að smit berist inná eldissvæði Háafells þar sem gert er ráð fyrir að brunnbáturinn verði að uppistöðu staðsettur í Ísafjarðardjúpi. Fyrir á Háafell brunnbátinn Papey sem reynst hefur afburða vel en er orðinn of lítil og ekki með sömu tæknilegu eiginleika og nýji báturinn.
Kynning á umhverfismati
Þriðjudaginn 25. mars kynnir Háafell umhverfismatsferli sem stendur yfir. Kynningin fer fram í Bryggjusal Edinborgarhússins kl. 17.
Aukin afföll í Kofradýpi
Seinnipart janúar hefur borið á auknum afföllum í þremur kvíum í Kofradýpi. Búið er að tæma eina kvínna og unnið af kappi að klára slátrun upp úr hinum tveimur á helginni.
Lofandi árangur í baráttunni við laxalús
Skemmst er frá því að segja að eftir að laserar frá Stingray voru settir út í kvíar og bætt var við hrognkelsum í maí og júní, hefur ekki þurft að meðhöndla gegn lús, hvorki með brunnbát né lyfjum heldur héldu þessar fyrirbyggjandi aðgerðir henni í skefjum.
Reglubundin sýnataka í Kofradýpi
Á mánudaginn voru starfsmenn Náttúrustofu Vestfjarða í sýnatöku í Kofradýpi með starfsmönnum Háafells. Tekin eru botnsýni við og í grennd við eldissvæðið og niðurstöðurnar bornar saman við sýni sem voru tekin áður en eldið hófst.
Ný gerð netpoka tekin í notkun hjá Háafelli
Háafell hefur tekið áhugavert og stórt skref til að lágmarka líkur á slysasleppingum í sínu sjókvíaeldi. Það byggir á innleiðingu á nýrri gerð netpoka hér á landi sem eru úr mjög slitsterkum trefjum þar sem möskvar og tvinni eru þynnri en á sama tíma sterkari en gengur og gerist. Netin hafa mikið slit- og núningsþol, sökkva vel og hafa góða UV vörn. Netin bera nafnið Royal Predator en þau hafa verið þróuð og notuð í laxeldi í Tasmaníu gegn stórum rándýrum sem hafa herjað á eldið þar.
Fóðurprammar á rafmagni
Fóðurprammar Háafells, Ögurnes og Kambsnes, hafa verið nú keyrðir á rafmagni í vel á annað ár af því tilefni heimsóttu forsvarsmenn Bláma og Orkubús Vestfjarða prammana.