Lax Háafells úr Ísafjarðardjúpi er framúrskarandi sjávarafurð framleidd í eins mikilli sátt við náttúruna og framast er unnt eftir ströngustu stöðlum.
Háafell vinnur eftir tveimur megin stöðlum. Global GAP og Whole Foods-staðlinum. Whole Foods-staðallinn er mjög strangur og kveður meðal annars á um bann við notkun lyfja vegna lúsar, strangar þéttleikatakmarkanir, enga notkun kopars og kröfu um hátt hlutfall omega-3 fitusýra. Whole Foods setur sjálft þessar stífu kröfur og eru aðeins hluti eldisfyrirtækja sem ná að uppfylla þær.

Í gegnum eldisferilinn hefur verið lagt upp með að líkja eftir náttúrulegum aðstæðum laxins hvað varðar hitastig, súrefni og að tryggja nægt pláss. Háafell velur að nota hærra hlutfall af fiskiolíu og fiskimjöli en er almennt notað í greininni. Eldisaðferðirnar eru svo miðaðar að því að hámarka velferð og lágmarka stress sem tryggir eins góð gæði á afurðinni og hægt er.

Asía
Við höfum í samvinnu við Icelandic Japan byggt upp góð viðskiptasambönd í Asíu, aðallega í Japan og Taívan. Flestar okkar frystu afurðir fara þangað en einnig höfum verið í tilraunum með ferskan lax þangað.
N-Evrópa
Norður Evrópa er okkar stærsti markaður þar sem ferskur lax fer með skipum inn til Evrópu.
N-Ameríka
Bandaríkjamarkaður er vaxandi markaður hjá okkur en þar hefur vörunni okkar verið vel tekið.