Fóðurprammar á rafmagni

Fulltrúar Bláma og Orkubúsins á dekki Ögurness, fimm karlar, ein kona, í einfaldri röð.

Í gær kom starfsfólk Bláma og Orkubús Vestfjarða í heimsókn í fóðurprammana okkar. Tilefnið var að búið er að keyra prammann Ögurnes í eitt og hálft ár á landtengingu og prammann Kambsnes í eitt ár á hybrid-rafhlöðu kerfi.

Þessar fjárfestingar hafa sparað 260.000 lítra og munu halda áfram að skila minni olíunotkun næstu árin. Kolefnisspor fiskeldis er lágt og er þetta ein leið til þess að minnka það enn frekar.

Blámi og Orkubúið hafa verið góðir samstarfsaðilar í þessum verkefnum og var gaman að geta farið yfir árangurinn með starfsmönnum þeirra. Rafvæðing prammanna hlaut mikilvægan styrk úr Orkusjóði.

Fleiri fréttir

  • Whole Foods vottun í höfn- stórt skref fyrir Háafell

    Í rúm 2 ár hefur Háafell unnið eftir staðli Whole Foods stórmarkaðarins í Bandaríkjunum. Whole Foods hefur sett mjög strangar kröfur sem snúa að umhverfi og velferð ásamt skýrum viðmiðum í samsetningu fóðurs og næringarinnihaldi.

  • Fyrsta seiðaflutningi á Val lokið

    Í gær lauk fyrsta seiðaflutningi á nýjum brunnbáti Háafells, Val ÍS og gekk flutningurinn vel.