gerð netpoka tekin í notkun hjá Háafelli

Ný gerð netpoka tekin í notkun hjá Háafelli

Háafell hefur tekið áhugavert og stórt skref til að lágmarka líkur á slysasleppingum í sínu sjókvíaeldi. Það byggir á innleiðingu á nýrri gerð netpoka hér á landi sem eru úr mjög slitsterkum trefjum þar sem möskvar og tvinni eru þynnri en á sama tíma sterkari en gengur og gerist. Netin hafa mikið slit- og núningsþol, sökkva vel og hafa góða UV vörn. Netin bera nafnið Royal Predator en þau hafa verið þróuð og notuð í laxeldi í Tasmaníu gegn stórum rándýrum sem hafa herjað á eldið þar. Síðan hafa fleiri erlendir eldisaðilar tekið netin til prófunar svosem í Færeyjum með mjög góðum árangri.

Hugsun Háafells er að netin þoli álag sem geti komið til af völdum óeðlilegs núnings vegna t.d. ofsaveðurs eða vegna mannlegra mistaka og þannig minnkað líkur á slysasleppingum í eldinu. Lítið dæmi um eiginleika efnisins er að erfitt er að skera í gegnum netið með beittum hníf.

Þessi gerð netpoka er hönnuð og þróuð af Vóninni, færeysku dótturfyrirtæki Hampiðjunnar sem Háafell hefur átt í góðu samstarfi við undanfarin ár. Meðfylgjandi myndir eru teknar í haust þegar fyrsti Royal Predator netpokinn var nýkominn í sjókví Háafells í Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi.

Fleiri fréttir

  • Aukin afföll í Kofradýpi

    Seinnipart janúar hefur borið á auknum afföllum í þremur kvíum í Kofradýpi. Búið er að tæma eina kvínna og unnið af kappi að klára slátrun upp úr hinum tveimur á helginni.

  • Lofandi árangur í baráttunni við laxalús

    Skemmst er frá því að segja að eftir að laserar frá Stingray voru settir út í kvíar og bætt var við hrognkelsum í maí og júní, hefur ekki þurft að meðhöndla gegn lús, hvorki með brunnbát né lyfjum heldur héldu þessar fyrirbyggjandi aðgerðir henni í skefjum.