Fyrsta seiðaflutningi á Val lokið

Í gær lauk fyrsta seiðaflutningi á nýjum brunnbáti Háafells, Val ÍS. Undanfarnar vikur hafa prófanir á búnaði farið fram en tækifærið var nýtt til þess að dæla ferskvatni á kvíarnar til þess að slá á fiskilús í kvíunum, með góðum árangri sem fyrr.
Valur getur flutt rúm 20 tonn af lífmassa í seiðaflutningunum og gekk ferðin í gær vel frá Nauteyri með falleg seiði. Seiðin hafa verið rúmlega 13 mánuði á Nauteyri og vaxið og dafnað vel á þeim tíma. Flutningsafföll eftir að fiskurinn var í kvínni í gær og í dag voru rétt rúmlega 60 fiskar eða um 0.05%
Laxaseiðin eru sett út í Skarðshlíð og verður því haldið áfram næstu daga.
Fleiri fréttir
Whole Foods vottun í höfn- stórt skref fyrir Háafell
Í rúm 2 ár hefur Háafell unnið eftir staðli Whole Foods stórmarkaðarins í Bandaríkjunum. Whole Foods hefur sett mjög strangar kröfur sem snúa að umhverfi og velferð ásamt skýrum viðmiðum í samsetningu fóðurs og næringarinnihaldi.
Aukin afföll í Kofradýpi
Seinnipart janúar hefur borið á auknum afföllum í þremur kvíum í Kofradýpi. Búið er að tæma eina kvínna og unnið af kappi að klára slátrun upp úr hinum tveimur á helginni.