Reglubundin sýnataka í Kofradýpi

Reglubundin sýnataka í Kofradýpi

Á mánudaginn voru starfsmenn Náttúrustofu Vestfjarða í sýnatöku í Kofradýpi með starfsmönnum Háafells. Tekin eru botnsýni við og í grennd við eldissvæðið og niðurstöðurnar bornar saman við sýni sem voru tekin áður en eldið hófst.

Lokið verður við að uppskera úr Kofradýpi á næsta ári, þá fer svæðið í hvíld og að hvíld lokinni, vorið 2026 verða tekin sýni tekin að nýju sem verða borin saman við fyrri sýni. Umhverfisstofnun fer yfir niðurstöðurnar og gefur grænt ljós á útsetningu að nýju ef allt er eins og það á að vera. Þannig tryggjum við og göngum úr skugga um að lífríkið í kringum kvíarnar sé heilbrigt og í jafnvægi.

Fleiri fréttir

  • Aukin afföll í Kofradýpi

    Seinnipart janúar hefur borið á auknum afföllum í þremur kvíum í Kofradýpi. Búið er að tæma eina kvínna og unnið af kappi að klára slátrun upp úr hinum tveimur á helginni.

  • Lofandi árangur í baráttunni við laxalús

    Skemmst er frá því að segja að eftir að laserar frá Stingray voru settir út í kvíar og bætt var við hrognkelsum í maí og júní, hefur ekki þurft að meðhöndla gegn lús, hvorki með brunnbát né lyfjum heldur héldu þessar fyrirbyggjandi aðgerðir henni í skefjum.