Sleppingar

Slysasleppingar eru ein stærsta áskorun sjókvíaeldis. Háafell er með röð mótvægisaðgerða til að lágmarka líkur á sleppingum

  • Sú fyrsta er að yfirfara allt verklag reglulega til þess að lágmarka líkur á slysum en tölfræði frá Noregi sýnir að flestar sleppingar verða vegna mannlegra mistaka
  • Háafell hefur fjárfest í sérstökum netum sem eiga að þola núning og nudd betur en hefðbundin net
  • Lagt til búnaðarstaðalinn NS-9415 sem nú hefur verið tekin upp
  • Lagt til upptöku Vaka í ám í Ísafjarðardjúpi og að virkjaðar verði gildrur við þá
  • Kafanir til þess að fjarlægja laxa á ábyrgð og kostnað eldisaðilans sem missti fiskinn
  • Háafell fylgist jafnframt grannt með þróun ófrjós lax