Uppskeru úr fyrstu kví Háafells lokið

Uppskeru úr fyrstu kví Háafells í Vigurál lauk á mánudag. Vel hefur gengið að slátra í Drimlu og við erum afar ánægð með laxinn.
Við erum sannfærð um að góður árangur byggi á blöndu af hraustum og heilbrigðum seiðum við útsetningu, lágu álagi á fjarðarkerfið, góðri umhirðu við fiskinn yfir allan eldistímann og fyrirbyggjandi aðgerðum. Við erum engu að síður meðvituð um að þrátt fyrir góðan árangur nú er þetta viðkvæmt jafnvægi og áskoranir svosem lús og sjúkdómar geta fljótt breytt þessari mynd. Því mikilvægara er fyrir okkur að lágmarka líkur á slíkum atburðum með fyrirbyggjandi aðgerðum og er þessi uppskera okkur hvatning í því að halda áfram á þeirri braut.
Hér eru nokkrar lykiltölur úr kvínni:
- Tími í sjó: Rúmir 17 mánuðir
- Afföll: 2.3%
- Fóðurnýtingarhlutfall: 1.16
- Kynþroski: <0.14%
- Meðalþyngd í lok eldis: 5,5 kíló
- Hluti „superior“ fisks við slátrun: 98%
Fleiri fréttir
Whole Foods vottun í höfn- stórt skref fyrir Háafell
Í rúm 2 ár hefur Háafell unnið eftir staðli Whole Foods stórmarkaðarins í Bandaríkjunum. Whole Foods hefur sett mjög strangar kröfur sem snúa að umhverfi og velferð ásamt skýrum viðmiðum í samsetningu fóðurs og næringarinnihaldi.
Fyrsta seiðaflutningi á Val lokið
Í gær lauk fyrsta seiðaflutningi á nýjum brunnbáti Háafells, Val ÍS og gekk flutningurinn vel.