Lús

Lús er stór áskorun. Stefna Háafells er að nota fyrirbyggjandi aðgerðir gagnvart laxalús þannig hún nái sér ekki á strik og valdi þannig skaða.

Helstu mótvægisaðgerðir Háafells eru:

  • Fóðurtækni sem tryggir hraða fóðrun en fiskur leitar niður fyrir lúsalirfulagið í sjónum þegar hann er saddur
  • Lúsapils, um 8 metra djúpt segl sem hindrar eða minnkar inngöngu laxalúsarlirfna inní kvínna
  • Hrognkelsi. Háafell hefur notað hrognkelsi með góðu árangri en hrognkelsunum finnst lúsin algjört lostæti
  • Stingray laser. Laser tækni þar sem svört hringlaga hylki myndgreina, telja og senda laser geisla á lús á laxi sem þá drepst. Árangur Háafells er mjög góður af þessari notkun