Nýr Stingray leyser-búnaður gegn laxalús

Norska hátæknifyrirtækið Stingray Marine Solutions AS hefur þróað tækni sem byggir á myndgreiningartækni og notast við gervigreind til að fjarlægja lýs af laxi í sjókvíaeldi með leysergeislum. Í dag eru yfir 1000 slík leysertæki í notkun í Noregi sem skjóta lýs af laxi með mjög lofandi árangri.
Starfsmenn Háafells hafa í nokkur misseri fylgst með tækninni og heimsóttu í desember síðastliðnum eldisfyrirtæki í N-Noregi sem nota framangreind leysertæki þar sem umhverfisaðstæður eru tiltölulegar líkar því sem Háafell vinnur við. Í framhaldinu gerði fyrirtækið samning við Stingray á fyrstu tækjunum sem væntanleg eru hingað til lands síðla vors. Auk þess að fjarlægja lýs af laxi býr búnaðurinn yfir myndgreiningartækni við talningu á lús, hugbúnað til þyngdarmælinga og mælinga ýmissa fleiri lífræðilegra þátta án inngripa fyrir fiskinn.
Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri Háafells
„Við erum mjög ánægð með að hafa náð samkomulagi við Stingray og stolt að vera fyrsta fyrirtækið á Íslandi til þess að taka þessa snjöllu lausn í notkun sem við bindum miklar vonir við. Um er að ræða umhverfisvæna leið til þess að berjast við lúsina og er sömuleiðis fyrirbyggjandi aðgerð sem er mjög í takt við grunnstefnu Háafells um að ganga vel um Djúpið og tryggja sem besta velferð laxins.“
Framkvæmdastjóri Stingray er John Arne Breivik. „Við í Stingray höfum hrifist af sýn og metnaði Háafells í velferðar- og umhverfis málum sem rýmar vel við stefnu okkur um að hjálpa eldisfyrirtækjum á Íslandi á sjálfbæran hátt. Ég er sannfærður um að okkar tækni muni geta styrkt íslenskt fiskeldi sem umhverfisvæna matvælaframleiðslu í sínum hreinu fjörðum til framtíðar með aukna velferð eldisfisksins að leiðarljósi.“
Reiknað er með að fyrsta sendingin af leyserum verði komin til landsins í vor og verða þeir þá strax settir út í Kofradýpi í Ísafjarðardjúpi.
Fleiri fréttir
Aukin afföll í Kofradýpi
Seinnipart janúar hefur borið á auknum afföllum í þremur kvíum í Kofradýpi. Búið er að tæma eina kvínna og unnið af kappi að klára slátrun upp úr hinum tveimur á helginni.
Lofandi árangur í baráttunni við laxalús
Skemmst er frá því að segja að eftir að laserar frá Stingray voru settir út í kvíar og bætt var við hrognkelsum í maí og júní, hefur ekki þurft að meðhöndla gegn lús, hvorki með brunnbát né lyfjum heldur héldu þessar fyrirbyggjandi aðgerðir henni í skefjum.