Stjörnustríð í Kofradýpi

Nú hafa laser tæki Stingray verið rúman mánuð í kvíum Háafells.
Í hverjum hólki eru 6 myndavélar sem taka myndir og myndbönd af fiskum sem synda framhjá. Á þeim tíma eru myndirnar sendar í sjálfvirka myndgreiningu þar sem stærð og ástand fisksins eru metin auk þess sem að lús er talin, ef einhver er á fisknum. Ef myndavélarnar greina lús senda þau boð á laserinn sem sendir kraftmikinn geisla á lúsina sem drepst í kjölfarið. Allt gerist þetta á nokkrum millisekúndum, mörg þúsund sinnum á dag, allan sólarhringinn.
Í seinna myndbandinu má sjá í hægri afspilun tvö skot á upptöku en þessa dagana eru sérfræðingar frá Stingray hjá okkur til þess að meta árangur og fínstilla búnaðinn ennfrekar með starfsmönnum Háafells.
Eins og lýst var í fyrri pósti hér á síðunni er það að taka Stingray í notkun hluti af stefnu Háafells að beita fyrirbyggjandi aðgerðum gagnvart laxalús. Fyrstu niðurstöður lofa góðu og munum við vinna með Stingray af því að hámarka árangurinn af þessari spennandi tækni.
Fleiri fréttir
Whole Foods vottun í höfn- stórt skref fyrir Háafell
Í rúm 2 ár hefur Háafell unnið eftir staðli Whole Foods stórmarkaðarins í Bandaríkjunum. Whole Foods hefur sett mjög strangar kröfur sem snúa að umhverfi og velferð ásamt skýrum viðmiðum í samsetningu fóðurs og næringarinnihaldi.
Fyrsta seiðaflutningi á Val lokið
Í gær lauk fyrsta seiðaflutningi á nýjum brunnbáti Háafells, Val ÍS og gekk flutningurinn vel.