Háafell

Kvíarnar okkar

  • Viguráll

    66° 2.562'N, 22° 43.528'W
    • Lofthiti: 6,6 °C
  • Kofradýpi

    66° 1.728'N, 22° 58.498'W
    • Lofthiti: 7,7 °C
    • Sjávarhiti: 4 °C
  • Bæjahlíð

    66° 5.960'N, 22° 39.456'W
    • Lofthiti: 6,7 °C
Háafell mætir vaxandi eftirspurn eftir sjávarfangi með fiskeldi. Það er gert í sátt við náttúru og samfélag með velferð fiskanna leiðarljósi.
  • Brunnbáturinn við bryggju í Chile

    Háafell kaupir brunnbát

    Báturinn mun auka afkastagetu Háafells til seiðaflutninga, flutnings á sláturfiski og mögulegra lúsameðhöndlana með ferskvatni. Jafnframt gefast möguleikar á bættum smitvörnum með því að minnka áhættu á því að smit berist inná eldissvæði Háafells þar sem gert er ráð fyrir að brunnbáturinn verði að uppistöðu staðsettur í Ísafjarðardjúpi. Fyrir á Háafell brunnbátinn Papey sem reynst hefur afburða vel en er orðinn of lítil og ekki með sömu tæknilegu eiginleika og nýji báturinn.

  • Kynning á umhverfismati

    Þriðjudaginn 25. mars kynnir Háafell umhverfismatsferli sem stendur yfir. Kynningin fer fram í Bryggjusal Edinborgarhússins kl. 17.

Í sátt við náttúru og samfélag

Saga móðurfélags Háafells spannar 80 ár við Ísafjarðardjúp. Fáir eiga meira undir að vel sé gengið um Djúpið. Stefna Háafells er að byggja starfsemina upp með varfærni þar sem vegalendir milli eldissvæða eru ríflegar, strangar reglur gildi um samgang á milli svæðanna og skýrar verklagsreglur viðhafðar um búnað, lífefni og mannskap sem sækja eldissvæðin heim.

Aðferðirnar
  • +
    Starfsmenn
  • Eldissvæði
  • kvíar í notkun
  • %
    Í eigu heimamanna við Djúp í gegnum móðurfélagið HG