Opnun seiðaeldisstöðvar á Nauteyri

Háafell hefur á undanförnum árum fjárfest fyrir milljarða í uppbyggingu seiðaeldisstöðvar á Nauteyri við Ísafjarðardjúp. Eldisstöðin verður formlega tekin í notkun laugardaginn 4. október og er öllum boðið í heimsókn milli 13 og 15 þann dag.

Síðustu fjögur árin hafa umsvif Háafells verið mikil á Nauteyri. Þau hafa falist í endurnýjun eldri eldisstöðvar, byggingu varaflshús, dælustöðvar, frárennslishús og tveggja nýrra bygginga sem hýsa stærstu seiðin með kör sem eru samtals 4800 m3 að stærð.

Í tilefni þess að seiðaeldisstöðin verður formlega tekin í notkun er boðið í heimsókn laugardaginn 4. október millu kl. 13 og 15. Kl. 13:30 verður farið stuttlega yfir framkvæmdirnar og í kjölfarið boðið upp á léttar veitingar. Gestum er boðið að skoða byggingarnar og fræðast um starfsemina.

Nauteyri er í Nauteyrarhreppi hinum forna, nú Strandabyggð, í innanverðu Ísafjarðardjúpi. Ekið er um Snæfjallastrandarveg (nr. 635) frá vegamótum við Djúpveg í Langadal.